Nánar um Microsoft Dynamics NAV

 

Vantar þig fjárhagsbókhald? Þá gæti Dynamics NAV í áskrift verið eitthvað fyrir þig. Wise býður heildarlausn fyrir fyrirtæki ásamt sérlausnum s.s. launavinnslu, bankasamskiptum, pappírslausum viðskiptum, VSK skilum, uppgjörskerfi svo eitthvað sé nefnt.

NAV2017 skjáskot

Hvað er Microsoft Dynamics NAV?

NAV er alhliða bókhaldskerfi sem hannað er að þörfum smærri og meðalstórra fyrirtækja.

 • Í notkun í yfir 40 löndum
 • .NET umhverfi
 • MS SQL server
 • Tengist öðrum kerfum á einfaldan hátt
 
Fyrir hverja?

Kerfið hentar öllum sem eru með rekstur s.s. smásölu, heildverslun, framleiðslufyrirtæki, dreifingu eða þjónustu.
 
Hvað er innifalið í Microsoft Dynamics NAV?
 • Fjárhagsbókhald
 • Viðskiptamanna- og sölukerfi
 • Lánardrottna- og innkaupakerfi
 • Birgða- og forðakerfi
 • Eignakerfi
 • Margt fleira
 
Hverjir eru helstu kostir Microsoft Dynamics NAV?
 
 • Hlutverkamiðuð sýn 
 • Sparar tíma og auka smelli
 • Notendavænt og sveigjanlegt
 • Einfalt að aðlaga og bæta við kerfiseiningum
 • Samþætting við Office 365 s.s. Outlook, Word ofl. 
 • Ótakmarkaður fjöldi fyrirtækja. 
 
Hvað býður Wise?
 • Hagstæð verð
 • Framúrskarandi þjónustu 

Wise leggur mikið upp úr persónulegri þjónustu og tengslum. Allir viðskiptavinir fá úthlutað tengilið / ráðgjafa hjá Wise sem þeir geta haft samband við beint með öll sín málefni.
Hjá Wise starfa um 80 sérfræðingar í Dynamics NAV, ráðgjafar og forritarar sem búa yfir mikilli þekkingu og reynslu af uppsetningu og innleiðingu á kerfinu. Þjónustuborðið er opið alla virka daga frá 9-17. 


 
HÝSING Í SKÝINU ER INNIFALIN Í ÁSKRIFT
Thinn bunadur 600
 
Nú er ekki lengur þörf á að fjárfesta í fyrirferðarmiklum tækjabúnaði og viðhaldi á honum.

Ýmsir kostir hýsingar:

     • Lækkar kostnað við rekstur tölvukerfa.
     • Hefur ekki lengur þörf á að keyra eigin miðlægan tölvubúnað.
     • Hefur sveigjanleika í fjölda notenda sem auðvelt er að aðlaga að þörfum hverju sinni. 
     • Tryggir rekstraröryggi, betri uppitíma og aukið öryggi gagna.
     • Færð hýsingu og vöktun allan sólarhringinn.
     • Hefur aðgang að sérfræðingum Wise og Microsoft.

 • Kerfisleigan gerir kaup og rekstur á tölvubúnaði óþarfan. Nær allur hugbúnaður sem keyrir á Windows er fáanlegur í gegnum leigu í áskrift: Microsoft Office, Outlook, Lync, SharePoint, MS SQL og Exchange og Dynamics NAV auk sérlausna Wise s.s. laun, innheimta, rafrænir reikningar, bankasamskipti o.fl.
 • Sama aðgangs- og lykilorð gildir fyrir skýið og þær þjónustur sem eru í boði. Að jafnaði hafa viðskiptavinir sparað allt að 30-40% af rekstrarkostnaði samanborið við fyrri lausnir og hýsingu með því að nýta skýjaþjónustu Wise og Microsoft á Azure.
 • Hjá okkur er greitt mánaðarlega fyrir hugbúnað, uppfærslu- og þjónustugjöld. Innifalið er vistun á gögnum, afritun, öryggisvarnir og SQL gagnagrunnur.
  Vistun og afritun á gögnum er í fullkomnu og öruggu tækniumhverfi.
 • Engin tækjakaup.