Microsoft Dynamics 365 Business Central (NAV) viðskipta- og bókhaldslausnir

Wise sérhæfir sig í Microsoft Dynamics 365 Business Central (áður NAV/Navision) sem er alhliða viðskipta- og bókhaldskerfi með kunnuglegu Office notendaviðmóti.

Bókhaldskerfið hentar smáum, meðalstórum og stórum fyrirtækjum í öllum atvinnugreinum s.s. í verslun og þjónustu, heildsölum, smásölum, framleiðslu og dreifingu.

Wise býður heildarlausn fyrir fyrirtæki ásamt sérlausnum svo sem launakerfi, bankasamskipti og rafræn samskipti.

Lausnin er sérhönnuð fyrir íslenskan markað og hentar öllum stærðum og gerðum fyrirtækja. Hægt að reikna og greiða laun í mismunandi gjaldmiðlum. Engin takmörk eru á fjölda kjarasamninga eða starfsmanna.

 • Rafræn skil á upplýsingum til banka, lífeyrissjóða og RSK
 • Fjölbreyttar skýrslur og yfirlit yfir skráningar starfsmanna
 • Margar víddir bjóðast til að rýna lykilupplýsingar
 • Hægt að greiða laun í mismunandi gjaldmiðlum
 • Engin takmörk eru á fjölda kjarasamninga eða starfsmanna
 • Sjálfvirkur útreikningur orlofsskuldbindinga
 • Sjálfvirkur útreikningur álags og réttinda

Smelltu hér til að nálgast frekari upplýsingar um Launakerfi Wise. 

Með Bankasamskiptakerfi Wise eru fyrirtæki í öruggum samskiptum við sína viðskiptabanka. Kerfið fylgir samræmdum bankastaðli íslensku bankanna (IOBS) sem uppfyllir ströngustu öryggisstaðla.

 • Tímasparnaður og vinnuhagræðing
 • Uppfyllir ströngustu öryggiskröfur bankanna
 • Raunstaða allra bankareikninga á einum stað
 • Sjálfvirk afstemming bankareikninga
 • Rafrænt greiðslukerfi til banka

Smelltu hér til að nálgast frekari upplýsingar um Bankasamskiptakerfi Wise.

Innheimtukerfi Wise gerir fyrirtækjum kleift að ná góðri yfirsýn yfir innheimtumál sín og innheimta viðskiptakröfur með einföldum hætti.
Hægt er að velja á milli mismunandi innheimtuleiða svo sem greiðsluseðla, boðgreiðslna, greiðslusamninga og milliinnheimtu. Boðið er upp á birtingu greiðsluseðla í heimabanka.

 • Fjölbreytt val innheimtuleiða
 • Auðveldar afstemmingar
 • Skráarlaus samskipti við allar helstu fjármálastofnanir s.s. banka, Borgun, Valitor, Motus og Inkasso beint úr Dynamics Business Central (NAV)
 • Rafræn birting greiðsluseðla í banka
 • Öruggt kerfi sem styður íslenska sambankastaðalinn (IOBS)

Smelltu hér til að nálgast frekari upplýsingar um Innheimtukerfi Wise.

Uppáskriftarkerfi Wise gerir notendum kleift að halda utan um alla reikninga sem berast, feril þeirra, skráningu, samþykktir og hafnanir. Reikningar eru skráðir og skannaðir inn í Dynamics Business Central (NAV) við móttöku og gengið frá þeim.

 • Utanumhald reikninga
 • Reikningar eru aðgengilegir strax
 • Hægt er að sjá alla reikninga og stöðu þeirra í samþykktarferlinu
 • Öflugar aðgangsstýringar niður á notenda, deildir o.s.frv.
 • Möguleiki á vefviðmóti
 • Ýmsar tímasparandi aðgerðir
 • Hægt að kaupa Léttan notanda, eingöngu til að nota í vefviðmóti

Smelltu hér til að nálgast frekari upplýsingar um Uppáskriftarkerfi Wise.

Auknar kröfur um nútíma viðskiptahætti verða til þess að æ fleiri notfæra sér nú rafræna móttöku og sendingu reikninga. RSM kerfið frá Wise gerir fyrirtækjum kleift að taka á móti og senda reikninga á rafrænu formi í Dynamics Business Central (NAV). Einnig er boðið upp á að taka móti og senda pantanir á sama hátt. Kostir rafrænu lausnarinnar eru margir og má meðal annars nefna að það er ódýrara að senda rafrænan reikning en pappírsreikning og reikningar berast hraðar til viðtakanda.

 • Aukið öryggi í samskiptum við móttöku og sendingu
 • Reikningar eru ávallt bókaðir eins
 • Betri yfirsýn næst yfir gerð og móttöku reikninga
 • Skilvirkara flæði frá móttöku til samþykktar reikninga
 • Aukið réttmæti gagna þar sem innsláttarvillur verða nánast úr sögunni
 • Áreiðanleiki og rekjanleiki verður meiri

Smelltu hér til að nálgast frekari upplýsingar um RSM kerfi Wise.

Ferðauppgjör Wise er sjálfstætt kerfi sem gerir fyrirtækjum og stofnunum kleift að halda utan um allan kostnað vegna ferða starfsmanna. Auðvelt er að tengja annan kostnað s.s. hótelkostnað og fargjöld við ferðir. Starfsmenn eru settir upp sem lánardrottnar og þá er hægt að nýta sér útgreiðslur og greiðsluhætti úr öðrum kerfum. Við bókun greiðslna, hvort sem um fyrirfram- eða lokagreiðslur er að ræða, myndast innkaupareikningur.

 • Góð yfirrsýn yfir ferðakostnað starfsmanna
 • Mögulegt er að hafa eina ferð eða fleiri og tengja við mörg uppgjör
 • Gengi gjaldmiðla er sótt í gjaldmiðlatöflu
 • Handhæg rafræn skil á staðgreiðslu og launamiðum
 • Tenging við víddir

Smelltu hér til að nálgast frekari upplýsingar um Ferðauppgjör Wise.

*aðeins möguleiki í áskrift ef í einkahýsingu.

Sérfræðiverkbókhald Wise gerir fyrirtækjum kleift að halda utan um útselda tíma, kostnað og áætlanir niður á einstök verk.
Með lausninni er reikningagerð einfölduð þar sem skráðir tímar færast sjálfkrafa inn í launabókhald og fjárhagsbókhaldið er ávallt uppfært.

 • Heldur utan um útselda tíma, kostnað og áætlanir niður á einstök verk
 • Tímaskráning er beintengd við launabókhald
 • Veitir góða yfirsýn yfir stöðu verka gagnvart áætlunum.
 • Framlegð verka og nýting á tíma starfsmanna er skýr
 • Veftímaskráning

Smelltu hér til að nálgast frekari upplýsingar um Sérfræðiverkbókhald Wise.

*aðeins möguleiki í áskrift ef í einkahýsingu.

Microsoft Dynamics 365 Business Central (NAV) er alhliða bókhaldskerfi sem hannað er að þörfum smærri og meðalstórra fyrirtækja.

 • Í notkun í yfir 40 löndum
 • .NET umhverfi
 • MS SQL server
 • Tengist öðrum kerfum á einfaldan hátt
Kerfið hentar öllum sem eru með rekstur s.s. smásölu, heildverslun, framleiðslufyrirtæki, dreifingu eða þjónustu.
 • Fjárhagsbókhald
 • Viðskiptamanna- og sölukerfi
 • Lánardrottna- og innkaupakerfi
 • Birgða- og forðakerfi
 • Eignakerfi
 • Margt fleira
 • Hlutverkamiðuð sýn
 • Sparar tíma og auka smelli
 • Notendavænt og sveigjanlegt
 • Einfalt að aðlaga og bæta við kerfiseiningum
 • Samþætting við Office 365 s.s. Outlook, Word ofl.
 • Ótakmarkaður fjöldi fyrirtækja
 • Hagstæð verð
 • Framúrskarandi þjónustu

Wise leggur mikið upp úr persónulegri þjónustu og tengslum. Allir viðskiptavinir fá úthlutað tengilið/ráðgjafa hjá Wise sem þeir geta haft samband við beint með öll sín málefni.
Hjá Wise starfa um 80 sérfræðingar í Dynamics 365 Business Central (NAV), ráðgjafar og forritarar sem búa yfir mikilli þekkingu og reynslu af uppsetningu og innleiðingu á kerfinu. Þjónustuborðið er opið alla virka daga frá 9-17.

Hafðu samband við sérfræðinga í NAV í áskrift

Að baki liggur áralöng reynsla í sölu og þjónustu við Dynamics NAV. Við getum aðstoðað.

Björn Þórhallsson

Sölustjóri
Viðskiptalausnir

Andrés Helgi Hallgrímsson

Sölustjóri
WiseFish