Wise skólinn

Wise skólinn býður upp á spennandi námskeið fyrir byrjendur og lengra komna.

Fjölbreytt námskeið eru í boði og ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi.

 • Sérfræðingar Wise búa yfir áralangri reynslu bæði af kennslu í Business Central (áður NAV) og notkun á kerfinu úti í atvinnulífinu.
 • Námskeiðin auka möguleika á skjótum og skilvirkum vinnubrögðum.
 • Nemendur fá góðar kennslubækur sem nýtast vel að loknu námskeiði og hjálpa til að viðhalda því sem kennt var á námskeiðinu.

Námskeiðin standa yfir allan veturinn og hægt er að finna helstu námskeið hér að neðan, frekari upplýsingar má finna á www.wise.is/namskeid.

Grunnur (BC/NAV)

Kennarar: Helen Ómarsdóttir / Þórhallur Axelsson / Þórhildur Fjóla Stefánsdóttir / Elín Áslaug Ásgeirsdóttir / Alda Pétursdóttir
Staðsetning: Wise, Borgartúni 26, 4. hæð
Verð: 22.000 kr


Námskeiðið Grunnur I er sniðið að þeim sem eru að hefja vinnu í Microsoft Dynamics 365 Business Central (NAV) og vilja öðlast færni í að rata um kerfið, ásamt ítarlegri skilning og færni í leit og afmörkunum í nýja kerfinu.

Farið er í uppbyggingu kerfisins, ásamt nýjungum í kerfinu og aðlögunum útlits og umhverfis að þörfum notanda. Kennt er hvernig stofna á viðskiptamann og lánadrottinn, gerð sölureikninga og kreditfærslna.

Námskeiðið er kennt af sérfræðingum Wise sem hafa reynslu í ráðgjöf og þjónustu við Microsoft Dynamics 365 Business Central (NAV) og fá þátttakendur í hendur námsgögn og verkefni sem farið er í.

Kennt er á Microsoft Dynamics 365 Business Central.


Farið er í:

 • Umhverfi Business Central (NAV)
 • Aðlögun kerfis að hlutverki notanda
 • Notkun flýtilykla
 • Leitaraðferðir
 • Afmörkunarmöguleikar
 • Hvernig stofna á viðskiptamann og lánadrottinn
 • Gerð sölureikninga og kreditfærslna

Helsti ávinningur þátttakenda:

 • Þátttakendur auka færni sína í notendaviðmóti Microsoft Dynamics 365 Business Central.
 • Aukin þekking á flýtilyklum og afmörkunum sem flýta fyrir vinnu og gera hana þjálli.
 • Að námskeiði loknu ættu nemendur að geta unnið í Microsoft Dynamics 365 Business Central (NAV) á mun fljótlegri hátt.

Markhópur: Námskeiðið Grunnur er sniðið að þeim sem eru að hefja vinnu í Business Central (NAV).


Forkröfur: Grunnþekking á Windows stýrikerfinu og Microsoft Dynamics NAV.
Fjöldi tíma: Kennt er í 1 skipti, 3 klst.
Wise áskilur sér rétt til að breyta dagskrá námskeiða án fyrirvara.

Bankasamskiptakerfi (NAV/BC)

Kennarar: Helen Ómarsdóttir og Helga Jónsdóttir
Staðsetning: Wise, Borgartúni 26, 4. hæð
Verð: 22.000 kr


Námskeiðið Bankasamskipti er sniðið að þeim notendum sem eru að byrja að vinna með Bankasamskiptakerfi Wise í útgáfu 2018 og veitir innsýn í þá möguleika sem kerfið hefur upp á að bjóða varðandi innlestur, greiðslur og afstemmingar.


Með Bankasamskiptakerfi Wise eru fyrirtæki í öruggum samskiptum við sína viðskiptabanka. Kerfið fylgir samræmdum bankastaðli íslensku bankanna (IOBS) sem uppfyllir ströngustu öryggisstaðla.

 • Tímasparnaður og vinnuhagræðing
 • Uppfyllir ströngustu öryggiskröfur bankanna
 • Raunstaða allra bankareikninga á einum stað
 • Sjálfvirk afstemming bankareikninga
 • Rafrænt greiðslukerfi til banka

Smelltu hér til að nálgast frekari upplýsingar um Bankasamskiptakerfi Wise

Yfirlit námskeiða

Launakerfi (BC/NAV)

Kennari: Auður Kristjánsdóttir / Helen Ómarsdóttir
Staðsetning: Wise, Borgartúni 26, 4. hæð
Verð: 30.000 kr


Fyrir notendur Launakerfis Wise í Business Central (NAV) er þetta kjörið námskeið. Þátttakendur læra m.a. að stofna launþega, tengja hann við starf, kjarasamninga, sjóði, félög o.sfrv. Farið er í gegnum launavinnslu, allt frá stofnun launþega til bókunar í fjárhag.

Námskeiðið er sniðið að þeim sem eru að vinna með Launakerfi Wise í Business Central (NAV) og veitir góða innsýn inn í þá möguleika sem kerfið hefur upp á að bjóða. Námskeiðið er kennt af sérfræðingum Wise sem hafa reynslu í ráðgjöf og þjónustu við Microsoft Dynamics NAV og 365 Business Central. Kennt er á Microsoft Dynamics 365 Business Central.

Lausnin er sérhönnuð fyrir íslenskan markað og hentar öllum stærðum og gerðum fyrirtækja. Hægt að reikna og greiða laun í mismunandi gjaldmiðlum. Engin takmörk eru á fjölda kjarasamninga eða starfsmanna.
 • Rafræn skil á upplýsingum til banka, lífeyrissjóða og RSK
 • Fjölbreyttar skýrslur og yfirlit yfir skráningar starfsmanna
 • Margar víddir bjóðast til að rýna lykilupplýsingar
 • Hægt að greiða laun í mismunandi gjaldmiðlum
 • Engin takmörk eru á fjölda kjarasamninga eða starfsmanna
 • Sjálfvirkur útreikningur orlofsskuldbindinga
 • Sjálfvirkur útreikningur álags og réttinda

Smelltu hér til að nálgast frekari upplýsingar um Launakerfi Wise

Yfirlit námskeiða

Innheimtukerfi (BC/NAV)

Kennarar: Auður Kristjánsdóttir og Elín Áslaug Ásgeirsdóttir
Staðsetning: Wise, Borgartúni 26, 4. hæð
Verð: 20.000 kr


Námskeiðið er sniðið að þeim sem eru að vinna með Innheimtukerfi Wise og veitir góða innsýn inn í þá möguleika sem kerfið hefur upp á að bjóða.
Farið er vel yfir viðmót og umhverfi kerfisins.
Námskeiðið er kennt af sérfræðingum Wise sem hafa reynslu í ráðgjöf og þjónustu við Innheimtukerfi Wise. Þátttakendur fá í hendur námsgögn og verkefni sem farið er í. Kennt er á útgáfu Microsoft Dynamics 365 Business Central.

Innheimtukerfi Wise gerir fyrirtækjum kleift að ná góðri yfirsýn yfir innheimtumál sín og innheimta viðskiptakröfur með einföldum hætti.
Hægt er að velja á milli mismunandi innheimtuleiða svo sem greiðsluseðla, boðgreiðslna, greiðslusamninga og milliinnheimtu. Boðið er upp á birtingu greiðsluseðla í heimabanka.

 • Fjölbreytt val innheimtuleiða
 • Auðveldar afstemmingar
 • Skráarlaus samskipti við allar helstu fjármálastofnanir s.s. banka, Borgun, Valitor, Motus og Inkasso beint úr Dynamics Business Central (NAV)
 • Rafræn birting greiðsluseðla í banka
 • Öruggt kerfi sem styður íslenska sambankastaðalinn (IOBS)

Smelltu hér til að nálgast frekari upplýsingar um Innheimtukerfi Wise

Uppáskriftakerfi (NAV/BC)

Kennarar: Steingerður Þóra Daníelsdóttir og Elín Áslaug Ásgeirsdóttir
Staðsetning: Wise, Borgartúni 26, 4. hæð
Verð: 
20.000 kr


Námskeiðið er sniðið að byrjendum í vinnslu á Uppáskriftarkerfi Wise og veitir góða innsýn í þá möguleika sem kerfið hefur upp á að bjóða. Farið er yfir viðmót og umhverfi Microsoft Dynamics 365 Business Central ásamt flýtileiðum, leit og afmörkun sem auðveldar starfsfólki vinnuna til muna.

Námskeiðið er kennt af sérfræðingum Wise sem hafa reynslu í ráðgjöf og þjónustu við Microsoft Dynamics 365 Business Central og fá þátttakendur í hendur þau námsgögn sem farið er í.

Kennt er á Business Central.


Uppáskriftarkerfi Wise gerir notendum kleift að halda utan um alla reikninga sem berast, feril þeirra, skráningu, samþykktir og hafnanir. Reikningar eru skráðir og skannaðir inn í Dynamics Business Central (NAV) við móttöku og gengið frá þeim.

 • Utanumhald reikninga
 • Reikningar eru aðgengilegir strax
 • Hægt er að sjá alla reikninga og stöðu þeirra í samþykktarferlinu
 • Öflugar aðgangsstýringar niður á notenda, deildir o.s.frv.
 • Möguleiki á vefviðmóti
 • Ýmsar tímasparandi aðgerðir
 • Hægt að kaupa Léttan notanda, eingöngu til að nota í vefviðmóti

Smelltu hér til að nálgast frekari upplýsingar um Uppáskriftarkerfi Wise

Yfirlit námskeiða

Hafðu samband við sérfræðinga í BC í áskrift

Að baki liggur áralöng reynsla í sölu og þjónustu við Microsoft Dynamics Business Central (áður NAV). Við getum aðstoðað.

Björn Þórhallsson

Sölustjóri
Viðskiptalausnir

Andrés Helgi Hallgrímsson

Sölustjóri
WiseFish