Fyrirtækið

Wise er söluaðili Microsoft Dynamics 365 Business Central (áður NAV/Navision) á Íslandi og er í fararbroddi í upplýsingatækni með sérstaka áherslu á bókhald, ráðgjöf, hugbúnaðargerð og innleiðingar ásamt öflugri og persónulegri þjónustu.

Með þeim möguleika að leigja hugbúnaðinn hafa fleiri fyrirtæki bæst í hóp ánægðra viðskiptavina okkar þar sem boðið er upp á heildarlausn á sanngjörnu verði.

Wise býður staðlaðar Microsoft Dynamics 365 Business Central (NAV) lausnir auk fjölda sérlausna fyrir íslenskan og alþjóðlegan markað og hefur sérhæft sig í viðskiptahugbúnaði á sviði fjármála, verslunar, sérfræðiþjónustu, sveitarfélaga, sjávarútvegs og flutninga. Wise hefur einnig þróað lausnir byggðar á öðrum Microsoft vörum s.s. SharePoint, SQL og Reporting Services.

Wise hefur áratuga reynslu á markaði og þjónustar stóran hóp viðskiptavina af öllum stærðargráðum. Sem einn öflugasti söluaðili á Microsoft Dynamics 365 Business Central (NAV) viðskiptahugbúnaðinum á Íslandi hefur Wise hlotið fjölda viðurkenninga frá Microsoft fyrir starfsemi sína þ.á.m. samstarfsaðili ársins og aðild að forsetaklúbbi Microsoft. Wise hefur einnig verið í hópi Fyrirmyndarfyrirtækja VR um margra ára bil.